Gönguljós við gangbrautina á Reykjavíkurvegi við Hellisgerði

Gönguljós við gangbrautina á Reykjavíkurvegi við Hellisgerði

Það er mikil umferð um Reykjavíkurveginn og því miður stansa bílar oft ekki fyrir vegfarendum við ofangreinda gangbraut. Hellisgerði er einnig vinsæll staður hjá börnum til þess að leika sér á og mörg þurfa þess vegna að fara á þessum stað yfir götuna og treysta því kannski í blindni að gangbrautir séu öruggar. Ég tel að umferðaröryggi gangandi vegfarenda væri hægt að auka með því að setja gönguljós við gangbrautina.

Points

Það er meira en nóg að það séu 6 umferðarljós á Reykjavíkurveginum. 3 af þeim eru einungis fyrir gangandi vegfarendur og eitt af þeim er meira segja í þessari brekku bara aðeins ofar við Sjónarhól. Enn fremur eru ótal gangbrautir þarna þar sem gangandi vegfarendur hafa forgang. Ef vandamálið er að fólk sé ekki að stöðva fyrir börnum er lausnin frekar að lögreglan ætti að vera meira á þessu svæði og sekta það fólk.

Já, eykur öryggi gangandi vegfaranda að fá gönguljós. Ég hugsa sérstaklega að við foreldrar verðum öruggari með börnin okkar ef gönguljós verða sett þarna til að koma í veg fyrir slys.

Það er mikil umferð um Reykjavíkurveginn og því miður stansa bílar oft ekki fyrir vegfarendum við ofangreinda gangbraut. Hellisgerði er einnig vinsæll staður hjá börnum til þess að leika sér á og mörg þurfa þess vegna að fara á þessum stað yfir götuna og treysta því kannski í blindni að gangbrautir séu öruggar. Ég tel að umferðaröryggi gangandi vegfarenda væri hægt að auka með því að setja gönguljós við gangbrautina.

Oft mikill hraði þarna fram hjá og skapar mikla hættu sérstaklega fyrir börn. Styð tillöguna um að fá gönguljós við gangbrautina við Hellisgerði.

Ja vil gönguljós

Bý á Reykjavíkurvegi 10 og styð þessi ljós fullkomlega þrátt fyrir að þau verði nánast í innkeyrslunni hjá mér. Við erum með þá reglu að eldri stelpan okkar má ekki labba yfir fyrr en það er stoppað fyrir henni.. greyið stendur þarna dágóðan tíma þar sem fólk er sjaldan að stoppa við þessa gangbraut

Þarna er mikil umferð og oft hröð, mikið af börnum sem fara þarna og fjölskyldum með börn. Veitir ekki af að hægja á og hleypa fólki klakklaust þarna yfir

Of mikill hraði og mikið tillitsleysi hjá ökumönnum þarna.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information